Aðstoð við Afgana verður aukin 29. nóvember 2006 19:30 Íslensk stjórnvöld hyggjast auka framlög til endurreisnar- og þróunarverkefna í Afganistan, auk þess að taka þátt í flutningum fyrir þau aðildarríki NATO sem hafa liðsafla í sunnanverðu landinu. Þessu lýsti Geir H. Haarde forsætisráðherra yfir á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem lauk í dag. Að venju var margt til umræðu á leiðtogafundi NATO sem að þessu sinni var haldinn í Ríga í Lettlandi. Stækkunarmál bar nokkuð á góma og auk þess var Serbíu og Bosníu boðin aðild að undirbúningsáætlun bandalagsins. Eitt mál hefur þó öðru fremur einkennt fundinn í Ríga, ástandið í Afganistan. Á fundinum í morgun greindi Geir Haarde forsætisráðherra frá því að íslensk stjórnvöld myndu auka framlög til endurreisnar- og þróunarverkefna í Afganistan, auk þess sem loftflutningum í þágu þeirra ríkja sem hafa herlið í suðurhluta landsins verði haldið áfram. 32.000 NATO-hermenn eru nú í Afganistan og er óhætt að segja að þeir hafi staðið í ströngu, sérstaklega í suðrinu. Raunar var ágreiningur um verksvið þeirra á fundinum en Bandaríkjamenn hafa knúið á um að fleiri ríki heimili að hermenn sínir taki þátt aðgerðum í þessum róstusama landshluta. Danir og Spánverjar eru á meðal þeirra sem sinnt hafa þessu kalli en Frakkar og Þjóðverjar ætla ekki að heimila slíkt nema í neyðartilfellum. Geir segir að annað hvort verði flugvélar á vegum ríkisstjórnarinnar sendar til Afganistan eða fjármunir lagðir í flug sem aðrir muni svo sjá um. Fréttir Innlent Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hyggjast auka framlög til endurreisnar- og þróunarverkefna í Afganistan, auk þess að taka þátt í flutningum fyrir þau aðildarríki NATO sem hafa liðsafla í sunnanverðu landinu. Þessu lýsti Geir H. Haarde forsætisráðherra yfir á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem lauk í dag. Að venju var margt til umræðu á leiðtogafundi NATO sem að þessu sinni var haldinn í Ríga í Lettlandi. Stækkunarmál bar nokkuð á góma og auk þess var Serbíu og Bosníu boðin aðild að undirbúningsáætlun bandalagsins. Eitt mál hefur þó öðru fremur einkennt fundinn í Ríga, ástandið í Afganistan. Á fundinum í morgun greindi Geir Haarde forsætisráðherra frá því að íslensk stjórnvöld myndu auka framlög til endurreisnar- og þróunarverkefna í Afganistan, auk þess sem loftflutningum í þágu þeirra ríkja sem hafa herlið í suðurhluta landsins verði haldið áfram. 32.000 NATO-hermenn eru nú í Afganistan og er óhætt að segja að þeir hafi staðið í ströngu, sérstaklega í suðrinu. Raunar var ágreiningur um verksvið þeirra á fundinum en Bandaríkjamenn hafa knúið á um að fleiri ríki heimili að hermenn sínir taki þátt aðgerðum í þessum róstusama landshluta. Danir og Spánverjar eru á meðal þeirra sem sinnt hafa þessu kalli en Frakkar og Þjóðverjar ætla ekki að heimila slíkt nema í neyðartilfellum. Geir segir að annað hvort verði flugvélar á vegum ríkisstjórnarinnar sendar til Afganistan eða fjármunir lagðir í flug sem aðrir muni svo sjá um.
Fréttir Innlent Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira