Erlent

Og hafðu það

Kim Jong Il, leiðtogi Norður-Kóreu; fær ekki fleiri Rolex úr.
Kim Jong Il, leiðtogi Norður-Kóreu; fær ekki fleiri Rolex úr. MYND/AP

Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur bannað útflutning á Ipod og plasma-sjónvörpum til Norður-Kóreu og er þetta liður í refsiaðgerðum vegna kjarnorkubrölts leiðtoganna.

Þá vilja Bandaríkjamenn einnig að hætt verði að flytja koníak, Rolex-úr, sígarettur, lúxusbíla og Harley Davidson mótorhjól til landsins.

Þetta er líklega í fyrsta skipti sem viðskiptaþvinganir eru sérsniðnar fyrir leiðtoga ríkis. Norður-Kórea er bláfátækt land og íbúarnir hugsa fyrst og fremst um næstu máltíð. Vafasamt er að margir þeirra viti einu sinni hvað Ipod er.

Kim Jong Il lifir hins vegar í vellystingum pragtuglega sem og þær sex hundruð fjölskyldur sem eru valdaklíkan í Norður-Kóreu. Skortur á lúxusvörum kemur því fyrst og fremst niður á þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×