Erlent

Evrópusambandið refsar Tyrkjum

Evrópusambandið hefur ákveðið að fella niður átta kafla í viðræðunum um aðild Tyrklands að sambandinu. Þetta er í refsingarskyni fyrir að Tyrkir hafa enn ekki fallist á að opna hafnir sínar fyrir skipum frá Kýpur.

Viðræðum um aðild að Evrópusambandinu er skipt í þrjátíu og fimm kafla, þar sem tekið er á ítarlegum stefnumálum. Ljúka þarf hverjum kafla fyrir sig, til þess að ríki fái aðild að sambandinu.

Meðal kafla sem felldir eru niður gagnvart Tyrklandi eru þeir sem lúta að frjálsum vöruflutningum, tollasamvinnu, landbúnaði, fiskveiðum og milliríkjaviðskiptum.

Tyrkland hefur til þessa aðeins lokið viðræðum um einn kafla, sem lýtur að vísindum og rannsóknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×