Erlent

NATO-ríki lofa aukinni þátttöku í Afganistan

Ítalski forsætisráðherran Romano Prodi, franski forsetinn Jacques Chirac og lettneski forsetinn Vaira Vike-Freibera slá hér á létta strengi á ráðstefnu NATO í Riga í Lettlandi.
Ítalski forsætisráðherran Romano Prodi, franski forsetinn Jacques Chirac og lettneski forsetinn Vaira Vike-Freibera slá hér á létta strengi á ráðstefnu NATO í Riga í Lettlandi. MYND/AP

Á ráðstefnu Norður-Atlantshafs Bandalagsins (NATO) lofuðu aðildarríki því að leyfa herliðum sín í Afganistan að taka þátt í bardögum en George W. Bush Bandaríkjaforseti hafði lagt mikla áherslu á málið fyrir ráðstefnuna.

Í september síðastliðnum varð samstarf í NATO stirt eftir að Frakkar, Þjóðverjar, Ítalir og Spánverjar neituðu að senda fleiri hersveitir til Afganistan en útaf því hafa breskar, kanadískar og hollenskar hersveitir hingað til þurft að taka á sig allflestu hættulegustu leiðangra í Afganistan.

Þær hersveitir sem eru fyrir í Afganistan eru þar margar með ýmsum skilyrðum um þáttöku í stríðinu gegn uppreisnarmönnum Talibana en eftir leiðtogafundinn er búist við því að hægt sé að nota flestar þær hersveitir, sem staðsettar eru í Afganistan, í baráttunni gegn Talibönum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×