Erlent

Fleiri fjölmiðlar segja ástandið í Írak borgarastríð

Hermenn að störfum í Írak.
Hermenn að störfum í Írak. MYND/AP

Eftir að sjónvarpsstöðin CNN fór að kalla ástandið í Írak borgarastyrjöld hafa fleiri fréttamiðlar tekið heitið upp og það gegn vilja Hvíta hússins. Á meðal þessara miðla er dagblaðið New York Times en ritstjóri þess sagði að erfitt væri að færa rök fyrir því að það væri ekki borgarastyrjöld í Írak.

Bush sagði á leiðtogafundi NATO-ríkja í Riga í Lettlandi í dag að al-Kaída væri á bakvið óöldina í Írak og talsmaður Hvíta hússins sagði að Írakar litu ekki svo á að um væri að ræða borgarastyrjöld þar sem herinn og lögreglan væru enn í heilu lagi auk þess sem írösk stjónvöld væru enn starfhæf.

Embættismenn í Bandaríkjum vilja ekki nota þetta orð þar sem talið er að álit bandarísks almennings á ástandinu í Írak eigi eftir að versna ef það verður kallað borgarastyrjöld. Sérfræðingar í erlendum málum byrjuðu á þessu og fjölmiðlar fylgdu svo í kjölfarið. Fox fréttasjónvarpsstöðin ætlar sér þó ekki að taka hið hugtakið upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×