Erlent

Afganistan efst á baugi

Vel fór á með þeim Bush og Scheffer á fundi þeirra í dag.
Vel fór á með þeim Bush og Scheffer á fundi þeirra í dag. MYND/AP

Enn frekari stækkun til austurs og hernaðurinn í Afganistan, eru efst á baugi á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hófst í Lettlandi í dag. Georgía og Úkraína eru á meðal þeirra ríkja sem gætu fengið aðild að bandalaginu á næstu misserum.

Pólitískir leiðtogar allra aðildarríkjanna 26 sækja NATO-fundinn í Ríga, höfuðborg Lettlands til að næstu skref bandalagsins nær og fjær. Síversnandi ástand í Afganistan er án efa það mál sem helst hvílir á forystumönnum NATO en þar eiga 32.000 hermenn á vegum bandalagsins fullt í fangi með að berja niður uppreisn talibana. Á málþingi í morgun stappaði framkvæmdastjóri NATO, stálinu í áheyrendur.

Bush Bandaríkjaforseti tók í svipaðan streng við komunna til Ríga og sagði aðildarríkin verða að leggja sig öll fram eigi sigur að nást yfir talibönum. Það sem helst vakti hins vegar athygli í máli hans var afdráttarlaus stuðningur hans við enn frekar stækkun NATO. Bush sagði að Króatía, Makedónía, Albanía Georgía og Úkraína ættu góða möguleika að fá aðild að NATO hefðu þau á því áhuga.

Þessar bollaleggingar falla án efa í grýttan jarðveg í Moskvu enda hafa samskipti Rússa við suma nágranna sína, nú síðast Georgíumenn, verið stirð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×