Erlent

Bush ergir Putin

Bush og Pútin fyrir stuttu þegar betur fór á með þeim.
Bush og Pútin fyrir stuttu þegar betur fór á með þeim. MYND/AP

George Bush sagði, í Lettlandi í dag, að hann styddi aðild Georgíu að NATO. Fyrsta ráðstefna NATO í fyrrverandi kommúnistaríki, hefst í Riga í kvöld.

Ummæli Bush um Georgíu munu mjög ergja Vladimir Putin, forseta Rússlands, sem hefur beitt Georgíu bolabrögðum til þess að reyna að koma í veg fyrir nánari tengsl landsins við vesturlönd. Putin hefur lokað landamærum ríkjanna og tekið fyrir allar samgöngur, jafnvel póstflutningar liggja niðri.

Búast má við að staðan í Afganistan verði mikið rædd á NATO ráðstefnunni í Riga




Fleiri fréttir

Sjá meira


×