Erlent

Evrópa laug um fangaflutninga og leynifangelsi

Gvantanamo fangelsið á Kúbu
Gvantanamo fangelsið á Kúbu MYND/AP

Evrópuríki lugu og reyndu að hindra rannsókn á leynifangelsum CIA fyrir meinta hryðjuverkamenn, að því er segir í frumskýrslu rannsóknarnefndar Evrópuþingsins um málið. Bæði ríkisstjórnir og nafngreindir, hátt settir embættismenn, fá harða gagnrýni í skýrslunni.

Bandaríkin hafa viðurkennt að hafa flutt fanga með leynd á milli landa, í leynileg fangelsi. Evrópskar ríkisstjórnir hafa hinsvegar ekkert þóst vita.

Meðal þeirra landa sem nafngreind eru í skýrslunni eru Ítalía, Bretland, Pólland og Rúmenía. Stjórn Evrópusambandsins fær sinn skerf. Meðal nafngreindra einstaklinga sem eru gagnrýndir eru Javier Solana, utanríkisfulltrúi ESB, Geoff Hoon, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bretlands, Max Peter Ratzel, yfirmaður Interpool og Jaap de Hoop Schaffer, framkvæmdastjóri NATO.

Það virðist því af skýrslunni sem margir æðstu valdamenn Evrópu hafi vitað um málið og lagt stein í götu rannsókarnefndarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×