Erlent

NATO-ríki vilja ekki láta hermenn sína berjast

MYND/AP

Nokkur evrópsk aðildarríki NATO hafa verið gagnrýnd fyrir að halda hermönnum sínum fjarri öllum bardögum í Afganistan. Breskir, kanadiskir og hollenskir hermenn hafa borið hitann og þungann af bardögum undanfarin misseri.

Þessir hermenn eru staðsettir í suðurhluta Afganistans, þar sem átökin eru hörðust. Önnur ríki, svosem Frakkland, Þýskaland, Spánn og Ítalía hafa hersveitir sínar í hinum friðsamari norðurhluta landsins, og neita að senda þá suður, þar sem þeir gætu lent í bardögum.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur sagt að mögulegt væri að senda þýska hermenn til suðurhlutans, en eingöngu í sérstökum neyðartilfellum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×