Erlent

Segjast til í viðræður

Vonast er til að sexveldaviðræðurnar geti hafist á ný.
Vonast er til að sexveldaviðræðurnar geti hafist á ný. MYND/AP

Norður-Kóreumenn segjast nú reiðubúnir til viðræðna um kjarnorkumál sökum þess að staða þeirra hefur vænkast verulega með tilraunasprengingum þeirra. Fulltrúar sexveldanna svonefndu, að Rússum frátöldum, sitja nú á fundi í Peking og undirbúa eiginlegar viðræður. Þær hafa legið niðri í rúmt ár eftir að Norður-Kóreumenn sögðu sig frá þeim vegna viðskiptaþvingana Bandaríkjamanna. Á fundinum í morgun sagði aðstoðarutanríkisráðherra Norður-Kóreu að ný viðræðulota ylti á hvort Bandaríkjamenn afléttu þvingunum en á því eru taldar ágætar líkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×