Erlent

Ítalskir hermenn farnir frá Írak fyrir vikulok

Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu.
Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu. MYND/AP

Síðustu ítölsku hermennirnir í Írak verða komnir til síns heima fyrir vikulok. Þetta segir Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu. Um 60-70 hermenn eru enn í Nassyria þar sem þeir hafa haft yfirumsjón með öryggismálum en írakska lögreglan tekur við af þeim fyrir helgi.

Um þrjú þúsund ítalskir hermenn voru í Írak þegar mest var en það var ríkisstjórn Silvios Berlusconis sem ákvað að senda þá þangað. Ákvörðunin mætti mikilli andstöðu á Ítalíu og Prodi, sem tók við forsætisráðherraembættinu fyrr á árinu af Berlusconi eftir þingkosningar, lofaði því að vera búinn að kalla allt herlið heim fyrir árslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×