Erlent

Vilja bætur frá Bretum vegna þrælahalds

Blökkumenn í Bretlandi segja að Tony Blair, forsætisráðherra, hafi ekki gengið nógu langt þegar hann harmaði innilega þátt Breta í þrælahaldi fyrr á öldum. Þeir vilja að ráðherrann biðjist fyrirgefningar og lýsi vilja til þess að greiða bætur.

Þess verður minnst á næsta ári að 200 ár eru liðin frá því þrælahald var afnumið í Bretlandi. Milli tíu og tuttugu og átta milljónir blökkumanna voru fluttir nauðugir frá Afríku frá um 1450 og fram á fyrri hluta nítjándu aldar.

Enginn veit hversu mörg hundruð þúsund fórust vegna skelfilegs aðbúnaðar í skipunum. Og þeirra sem komust lifandi á áfangastað beið ömurleg ævi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×