Erlent

Þrír sendir í rannsókn vegna hugsanlegrar geislunar

Sushi-veitingastaðurinn Itsu í Lundúnum hefur verið í kastljósi breskra fjölmiðla að undanförnu en Alexander Litvinenko borðaði þar skömmu áður en hann veiktist.
Sushi-veitingastaðurinn Itsu í Lundúnum hefur verið í kastljósi breskra fjölmiðla að undanförnu en Alexander Litvinenko borðaði þar skömmu áður en hann veiktist. MYND/AP

Þrír hafa verið sendir á sérstaka rannsóknarstofu í Lundúnum vegna hugsanlegrar geislunar í kjölfar dauða Alexanders Litvinenkos, fyrrverandi njósnara hjá KGB. Frá þessu greindi talsmaður heilbrigðisyfirvalda í Bretlandi í dag.

Hið geislavirka efni póloníum 210 fannst í líkama Litvinenkos eftir andlát hans á fimmtudaginn var og þá fundust leifar af efninu heima hjá honum og á veitingastað og hóteli sem hann heimsótti daginn sem hann veiktist.

Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi hvöttu þá sem farið hefðu farið á síðarnefndu staðina tvo að hafa samband og hringdu meira 450 manns í sérstaka símalínu á vegum yfirvalda og leituðu ráða. Átján þeirra var vísað áfram til Heilsuverndarstofnunar Bretlands og fóru þrír þeirra sérstaklega í geislunarrannsókn. Niðurstöður úr rannsóknunum liggja ekki fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×