Erlent

Forsætisráðherra Tyrklands hittir páfa

Benedikt sextándi, páfi
Benedikt sextándi, páfi MYND/AP

Forsætisráðherra Tyrklands hefur breytt dagskrá sinni til þess að hitta Benedikt sextánda páfa, sem kemur í opinbera heimsókn til landsins á morgun.

Margir Tyrkir, eins og aðrir múslimar, eru reiðir út í páfa vegna ummæla sem voru túlkuð þannig að hann teldi islamstrú órökrétta og ofbeldisfulla. Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands ætlaði ekki að hitta páfa í heimsókninni og bar við NATO fundi í Riga, og önnum heimafyrir.

Forsætisráðherrann var gagnrýndur fyrir þetta og sakaður um að hunsa páfa til þess að skapa sér góðvild meðal trúaðra múslima. Því hafnaði hann og hefur nú tilkynnt að hann hafi breytt dagskrá sinni til þess að hitta Benedikt, á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×