Erlent

Rússar hóta Evrópusambandinu

Rússar hafa hótað að banna allan innflutning á kjöti frá ríkjum Evrópusambandsins frá og með fyrsta janúar næstkomandi, þegar Rúmenía og Búlgaría fá aðild að sambandinu. Talsmaður ESB segir að Rússar fari offari með þessari hótun sinni, og hún stefni í hættu árangri á fundi sambandsins og Rússlands í Helsinki á morgun.

Það er fleira en kjöt sem hangir á spýtunni á fundinum sem haldinn verður á morgun. Evrópusambandið mun þá reyna að fá Rússa til þess að gangast undir að stunda eðlileg viðskipti með gas og olíu, en Evrópa fær 30 prósent af gasþörf sinni frá Rússlandi.

Rússar hafa ítrekað beitt gasinu sem pólitísku vopni, og efnahagssérfræðingar NATO hafa varað við því að þeir séu að reyna að stofna víðfeðm samtök gasframleiðsluríkja til þess að hafa ráð Evrópu í hendi sér.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×