Erlent

Líbanir biðja Sameinuðu þjóðirnar um aðstoð

Líkista Gemayels er borin til heimili fjölskyldu hans í dag.
Líkista Gemayels er borin til heimili fjölskyldu hans í dag. MYND/AP

Líbanski forsætisráðherrann Fouad Siniora hefur beðið Sameinuðu þjóðirnar um aðstoð við að rannsaka morðið á iðnaðarráðherra landsins, Pierre Gemayel, sem myrtur var síðastliðinn þriðjudag.

Siniora vildi að rannsókninni yrði bætt við það verkefni sem að Sameinuðu þjóðirnar hafa sett í gang til þess að ná morðingjum fyrrum forsætisráðherra landsins, Rafik al-Hariri. Kofi Annan skýrði frá þessu í dag.

John Bolton, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum sagði að ákvörðunin ætti að vera þeirra sem stjórna rannsókninni á láti al-Hariris en Bolton styður að það verði gert. Beiðninni var engu að síður vísað til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×