Erlent

Pólverjar koma í veg fyrir viðræður

Jaroslaw Kaczynski, forsætisráðherra Póllands.
Jaroslaw Kaczynski, forsætisráðherra Póllands. MYND/AP

Pólverjar héldu sig við hótanir sínar frá því í síðustu viku og beittu neitunarvaldi gegn þeirri tillögu Evrópusambandsins að viðræður yrðu hafnar við Rússa um nýjan samstarfssamning milli Evrópusambandsins og Rússlands.

Starfsmenn Evrópusambandsins lýstu niðurstöðunni sem miklum vonbrigðum þar sem mikil vinna hefði verið lögð í að fá Pólverja til þess að samþykkja viðræðurnar þar sem öll hin aðildarríki Evrópusambandsins hefðu þegar samþykkt þær.

Hefja átti viðræðurnar í Helsinki á föstudaginn kemur en Pólverjar hafa hingað til neitað að samþykkja þær í von um að Rússar muni aflétta árslöngu innflutningsbanni á á pólsku kjöti til Rússlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×