Vill ekki láta farga fósturvísunum 22. nóvember 2006 19:15 Bresk kona berst nú fyrir því að fá að halda eftir fósturvísum úr fyrra hjónabandi sínu en lögum samkvæmt á að eyða þeim. Flutningur á máli hennar hófst fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í dag. Þetta einstaka mál líkist helst ímyndaðri siðfræðiklemmu úr skólabók en eins og svo oft áður er raunveruleikinn hér lyginni líkastur. Forsaga þess er sú að árið 2001 greindist Natallie Evans með krabbamein í eggjastokkum og því varð að fjarlægja þá úr henni. Áður en það var gert létu hún og eiginmaður hennar hins vegar frjóvga nokkur egg og voru sex fósturvísar frystir. Nokkru síðar skildu þau hjónin og um leið dró eiginmaðurinn samþykki sitt til notkunar fósturvísanna til baka. Bresk lög, rétt eins og þau íslensku, krefjast þess að samþykki beggja foreldra liggi fyrir á öllum stigum meðferðarinnar, annars ber að eyða fósturvísunum. Evans taldi hins vegar brotið á mannréttindum sínum með því að taka af henni eina tækifærið hennar til að eignast börn og auk þess væri mismunun fólgin í því að ákvörðunin væri í raun algerlega í höndum fyrrverandi eiginmanns síns. Lögfræðingar hans benda aftur á móti á að óverjandi sé að gera hann að föður, og þar með framfærsluskyldan, gegn sínum vilja við þessar kringumstæður. Breskir dómstólar hafa ekki fallist á kröfur konunnar og því fór hún með það til Mannréttindadómstólsins í Strassborg. Niðurstaða dómsins á að liggja fyrir í byrjun næsta árs. Málið er fordæmisgefandi og því verða áhrif dómsins mikil ef niðurstaðan verður að konan fái að halda fósturvísunum frosnu. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Erlent Fleiri fréttir Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sjá meira
Bresk kona berst nú fyrir því að fá að halda eftir fósturvísum úr fyrra hjónabandi sínu en lögum samkvæmt á að eyða þeim. Flutningur á máli hennar hófst fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í dag. Þetta einstaka mál líkist helst ímyndaðri siðfræðiklemmu úr skólabók en eins og svo oft áður er raunveruleikinn hér lyginni líkastur. Forsaga þess er sú að árið 2001 greindist Natallie Evans með krabbamein í eggjastokkum og því varð að fjarlægja þá úr henni. Áður en það var gert létu hún og eiginmaður hennar hins vegar frjóvga nokkur egg og voru sex fósturvísar frystir. Nokkru síðar skildu þau hjónin og um leið dró eiginmaðurinn samþykki sitt til notkunar fósturvísanna til baka. Bresk lög, rétt eins og þau íslensku, krefjast þess að samþykki beggja foreldra liggi fyrir á öllum stigum meðferðarinnar, annars ber að eyða fósturvísunum. Evans taldi hins vegar brotið á mannréttindum sínum með því að taka af henni eina tækifærið hennar til að eignast börn og auk þess væri mismunun fólgin í því að ákvörðunin væri í raun algerlega í höndum fyrrverandi eiginmanns síns. Lögfræðingar hans benda aftur á móti á að óverjandi sé að gera hann að föður, og þar með framfærsluskyldan, gegn sínum vilja við þessar kringumstæður. Breskir dómstólar hafa ekki fallist á kröfur konunnar og því fór hún með það til Mannréttindadómstólsins í Strassborg. Niðurstaða dómsins á að liggja fyrir í byrjun næsta árs. Málið er fordæmisgefandi og því verða áhrif dómsins mikil ef niðurstaðan verður að konan fái að halda fósturvísunum frosnu.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Erlent Fleiri fréttir Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sjá meira