Erlent

Evrópskir bankar brutu lög um persónuvernd

Eftirlitsstofnun Evrópusambandsins samþykkti í dag ályktun þar sem kom fram að belgíska bankafyrirtækið SWIFT hefði brotið lög um persónuvernd þegar það lét bandaríska fjármálaráðuneytið fá upplýsingar um millifærslur viðskipta sinna.

Lögin sem að brotin fjalla um verndun tölvugagna og voru brotin framin í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum en málið kom upp fyrr í sumar þegar að bandarískir fjölmiðlar sögðu frá því. SWIFT er sameignarfélag um 7.800 banka víðsvegar um heim en það er notað til þess að koma skilaboðum á milli banka varðandi millifærslur og hvers konar fjármagnsfærslur í kerfum eigenda þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×