Erlent

David Blaine hangir á bláþræði

Blaine innan í snúðnum.
Blaine innan í snúðnum. MYND/AP

Töframaðurinn David Blaine lét í dag hengja sig í 15 metra hæð yfir Times torgi í New York og mun hann hanga þar fram á föstudagsmorgunn er hann ætlar sér að losa sig sem snöggvast og hjálpa þannig fjölskyldum sem Hjálpræðisherinn þar í borg hefur ákveðið að styrkja til jólainnkaupa.

Var verslunarkeðja í New York búin að lofa því að gefa þeim fjölskyldum sem Hjálpræðisherinn valdi 500 dollara, eða um 35 þúsund íslenskar krónur, en aðeins ef Blaine tekst að losa sig á föstudaginn.

Blaine hangir innan í svokölluðum snúði, en hann samastendur af þremur hringjum sem snúast stanslaust. Mun Blaine einnig snúast stanslaust og hefur hann ekkert skjól fyrir veðri og vindum en ansi kalt er í New York borg um þessar mundir. VIðurkenndi Blaine að hann væri hugsanlega örlítið brjálaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×