Erlent

Morðvopn Palme mögulega fundið

Sænska lögreglan rannsakar nú byssu sem grunur leikur á að hafi verið notuð til að myrða Olof Palme, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, árið 1986.

Það voru kafarar á vegum sænska blaðsins Expressen sem fundu byssuna í vatni í Dalarna og afhentu lögreglu. Byssan var notuð í pósthúsráni í Mockfjärd árið 1983.

Byssan er sú eina sem vitað er til að hafi verið notuð til að skjóta byssukúlum úr sömu framleiðsluröð og kúlan sem varð Palme að bana. Sænska lögreglan hefur því leitað byssunnar í nokkurn tíma. Nú verður hún rannsökuð til að skera úr um hvort morðvopnið sé fundið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×