Erlent

Páfinn að gefa út bók um Jesú

Benedikt páfi að halda ræðu af svölum sínum þann 19. nóvember síðastliðinn.
Benedikt páfi að halda ræðu af svölum sínum þann 19. nóvember síðastliðinn. MYND/AP

Benedikt Páfi hefur ákveðið að gefa út bók um ævi Jesú Krists. Upphaflega ætlaði hann sér að gefa út eina stóra bók en þar sem hann er ekki viss um að hann muni hafa orku og þrek til þess að klára hana ákvað hann að gefa fyrstu tíu kaflana út sem fyrstu bókina í ritröð um Jesú Krist.

Vatíkanið sagði að bókin, sem kemur til með að heita "Jesú frá Nasaret", yrði persónuleg, söguleg og guðfræðileg greining á Jesú Kristi sem meginpersónu kristinnar trúar og að hún myndi verða gefin út í vor.

Páfinn sagði að bókin væri ekki trúarlegt rit heldur aðeins hans persónulega álit og upplifun á Jesú Kristi í nýja testamentinu og því væri öllum frjálst að mótmæla honum og að vera honum ósammála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×