Erlent

Leikstjórinn Robert Altman allur

MYND/AP

Bandarískir leikstjórinn Robert Altman lést í gærkvöld á sjúkrahúsi í Los Angeles 81 árs að aldri. Frá þessu greindi framleiðslufyrirtæki hans í dag. Altman skipar sér á bekk með fremstu leikstjórum síðustu aldar.

Meðal mynda sem hann leikstýrði voru Leikmaðurinn, Nashville og Gosford Park auk MASH, eða Spítalalífs, en þættir með sama nafni eru Íslendingum að góðu kunnir. Síðasta mynd hans, A Praire Home Companion, var frumsýnd á þessu ári.

Altman var fimm sinnum tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leikstjórn en hlaut aldrei styttuna eftirsóttu fyrir það. Hins vegar fékk hann á þessu ári heiðursverðlaun Óskarsakademíunnar fyrir framlag sitt til kvikmyndalistarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×