Erlent

Hugsanlegt að Litvinenko hafi verið byrlað geislavirkt eitur

Myndir af Litvinenko sem birtar voru í gær sýna að hann er illa haldinn vegna talíumeitrunar.
Myndir af Litvinenko sem birtar voru í gær sýna að hann er illa haldinn vegna talíumeitrunar. MYND/AP

Hugsanlegt er að Alexander Litvinenko, fyrrverandi njósnar hjá KGB og rússnesku leyniþjónustunni, hafi verið byrlað geislavirkt eitur. Breska ríkisútvarpið hefur eftir eiturefnasérfræðingi að sjúkdómseinkenni Litvinenko bendi til þess að honum hafi ekki verið byrlað hundrað prósent hreint talíum heldur hafi það hugsanlega verið geislavirkt.

Hins vegar leysist slíkt efni fljótt upp í líkamanum og því geti reynst erfitt að sanna það. Litvinenko hefur legið á sjúkrahúsi frá því í upphafi mánaðarins en hann veiktist eftir að hafa átt fund með öðrum manni á sushi-stað í Lundúnum. Vinir hans saka rússnesk stjórnvöld um að standa á bak við tilræðið en Litvinenko er harður gagnrýnandi þeirra. Þeirri fullyrðingu hafa stjórnvöld í Kreml hafnað algjörlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×