Fótbolti

Wenger og Ferguson minnast Puskas

Þjóðarsorg ríkir í Ungverjalandi vegna andláts Puskas. Hér sést hvernig búið er að rita nafn goðsagnarinnar með kertum á torgi í Búdapest.
Þjóðarsorg ríkir í Ungverjalandi vegna andláts Puskas. Hér sést hvernig búið er að rita nafn goðsagnarinnar með kertum á torgi í Búdapest. Getty Images

Margir aðilar innan knattspyrnuheimsins hafa vottað Ferenc Puskas virðingu sína í dag, en þessi fyrrum ungverski landsliðsmaður, oft talinn einn besti leikmaður sögunnar, lést sem kunnugt er á föstudag. Alex Ferguson og Arsene Wenger hafa nú tjáð sig um Puskas.

“Ég sá mjög lítið til hans á sínum tíma en það var þó nóg til að átta sig á því hversu stórkostlegur hann var. Auk þess hefur mér verið sagt að hann var engum líkur sem leikmaður. Það er erfitt að bera saman fótboltann í dag og þann sem var spilaður fyrir hálfri öld en Puskas er einn af fáum leikmönnum frá þeim tíma sem ég held að væru á meðal þeirra bestu í dag,” sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal.

Kollegi hans hjá Man. Utd., Alex Ferguson, er eldri en franski þjálfarinn og sá Puskas spila með eigin augum á sínum tíma. “Ég á margar minningar af Puskas. Hann var einstakur leikmaður og gerði Ungverjaland að stórveldi um miðja öld. Ég skil ekki ennþá hvernig ungverska liðið fór að því að vinna ekki HM árið 1954,” sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×