Fótbolti

Messi hefði átt að fara í aðgerð í sumar

Messi hefur verið tæpur í ristinni í marga mánuði.
Messi hefur verið tæpur í ristinni í marga mánuði. Getty Images

Læknir argentínska landsliðsins í fótbolta segir nýlegt ristarbrot Lionel Messi ekki hafa komið sér á óvart þar sem hann hefði verið mjög tæpur í fætinum síðustu mánuði. Læknirinn segir Barcelona hafa hunsað ráð sín.

Læknirinn sem um ræðir heitir Donato Villani og meðhöndlaði hann leikmenn argentínska landsliðsins á HM í sumar. Villani segir að ristin á Messi hafi verið illa farin eftir margar tæklingar á síðustu leiktíð og að hann hefði með réttu átt að fara strax í smávægilega aðgerð til að fá bót meina sinna. Messi braut bein í ristinni gegn Zaragoza um síðustu helgi og verður frá fram að áramótum.

"Ég sagði sjúkraþjálfurum Barcelona frá þessu vandamáli og mælti með strax með aðgerð. Hún hefði verið smávægileg og hefði aðeins haldið honum frá keppni í 2-3 vikur," segir Villani en Messi fór strax í aðgerð eftir fótbrotið og var meðal annars sett skrúfa í rist hans.

Ricard Pruna, aðallæknir Barcelona, segir spænska félagið hafa vitað af áhættunni. "Við höfum verið að búast við þessu í eitt og hálft ár. Það var í raun aðeins tímaspursmál hvenær þetta myndi gerast en við vorum reiðubúnir að taka þessa áhættu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×