Erlent

Elskan...hvar er fjarstýringin ?

Hvaða gagn er að sjónvarpi ef það er engin fjarstýring ? Franskur innbrotsþjófur var þeirrar skoðunar að þá væri sjónvarpið gagnslaust. Það varð honum að falli.

Hann hafði brotist inn í hús í smábænum Musidan og stolið þaðan nokkrum veiðirifflum og sjónvarpstæki.

Húsráðanda brá að vonum, og fór á lögreglustöðina til þess að tilkynna um innbrotið. Meðan hann var þar sneri þjófurinn aftur til þess að ná í fjarstýringuna.

Árvökulir nágrannar sáu til hans og hringdu í lögregluna. Þeir hættu að taka skýrslu af húsráðandanum og fóru á staðinn. Og eigandinn endurheimti bæði rifflana sína og sjónvarpið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×