Erlent

David Blaine reynir við nýtt töfrabragð

Blaine hangir hér í þeirri hæð sem hann mun verða fastur í.
Blaine hangir hér í þeirri hæð sem hann mun verða fastur í. MYND/Reuters

Töframaðurinn David Blaine ætlar sér að losa sig úr snúð sem hringsnýst um sjálfan sig allan tímann. Snúðurinn verður í um 10 metra hæð og fær Blaine 3 sólarhringa til þess að losa sig. Hefur verslunin Target í New York lofað því að gefa 100 fjölskyldum sem að hjálpræðisherinn þar velur 30.000 króna gjafakort til þess að versla fyrir jólin.

Snúðurinn er samsettur af þremur hringjum sem stöðugt snúast í allar mögulegar áttir. Ekkert skjól verður fyrir Blaine og mun hann því þurfa að takast á við náttúruöflin líka.

Blaine sagði að þetta gæfi honum möguleika á því að gefa eitthvað til baka um jólin en til þess að það gæti orðið yrði hann vitanlega að standast áskorunina. Blaine mun reyna við töfrabragðið á þriðjudaginn í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×