Ísraelsk mannréttindasamtök hafa krafist tafarlausrar rannsóknar á dauða tveggja Palestínumanna, sem voru skotnir í áhlaupi hersins á Vesturbakkanum, fyrr í þessum mánuði.
Samtökin segja að rannsókn þeirra bendi til þess að Palestínumennirnir hafi verið skotnir til bana þar sem þeir lágu særðir á jörðinni, og ógnuðu ekki hermönnunum á nokkurn hátt. Yfirstjórn ísraelska hersins hefur svarað því til að mennirnir hafi verið felldir í skotbardaga.