Erlent

Æðsti klerkur súnnía í Írak brotlegur

Íraskir lögreglumenn að störfum.
Íraskir lögreglumenn að störfum. MYND/AP

Íraska ríkisstjórnin hefur gefið út handtökuskipun á æðsta klerki súnnía í landinu þar sem talið er að hann sé að ýta undir hryðjuverkastarfsemi í Írak. Handtökuskipunin gæti hins vegar ýtt undir ofbeldi milli trúarhópa í Írak, súnní og shíta múslima.

Leiðtogar shíta hafa kvartað yfir því undanfarinn mánuð að Harith al-Darri, umræddur súnní klerkur, hafi komið fram í sjónvarpi og réttlætt ofbeldisölduna í landinu sem al-Kaída er talið standa á bak við. Þar kvartaði hann líka yfir því að vegið væri að súnní múslimum í Írak. Al-Dari hefur ekki verið í Írak að undanförnu og er óvíst hvar hann er um þessar mundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×