Fótbolti

Þjóðverjar sektaðir vegna óláta stuðningsmanna

Hér má sjá einn þýsku stuðningsmannanna á pöllunum í Bratislava í síðasta mánuði
Hér má sjá einn þýsku stuðningsmannanna á pöllunum í Bratislava í síðasta mánuði NordicPhotos/GettyImages

Þýska knattspyrnusambandið hefur verið sektað um 12.500 evrur af evrópska knattspyrnusambandinu í kjölfar óláta stuðningsmanna þýska liðsins í landsleik gegn Slóvökum í Bratislava í viðureign liðanna í undankeppni EM í síðasta mánuði.

Þýska knattspyrnusambandið hefur gengist við sektinni, en ætlar að áfrýja þeim hluta dómsins sem gerir því skylt að bæta tjón sem varð á mannvirkjum í Bratislava eftir að ólæti brutust út í borginni eftir leikinn, þar sem rúður voru m.a. brotnar í verslunum.

Lögregla handsamaði 42 af stuðningsmönnum þýska landsliðsins eftir leikinn, en samt var hópur ólátabelgja meinaður aðgangur inn í landið fyrir leikinn. Einn lögreglumaður slasaðist í átökunum, sem áttu upptök sín í leik þjóðanna árið áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×