Erlent

Kaþólskir prestar skulu vera ógiftir

Frá fundinum í Vatíkaninu í dag.
Frá fundinum í Vatíkaninu í dag. MYND/AP

Vatíkanið staðfesti í dag að prestar kaþólsku kirkjunnar ættu að vera einhleypir á fundi sem Benedikt páfi hélt til þess að ræða óskir giftra presta sem vilja stíga í pontu á ný. Fundurinn var haldinn vegna þess að nú hefur afrískur erkibiskup stofnað nýja hreyfingu sem að leyfir þeim kaþólsku prestum sem hafa horfið úr starfi til þess að gifta sig að snúa aftur í pontu.

Málið kom upp þegar hann vígði fjóra gifta menn sem presta en biskupnum var útskúfað um leið og það fréttist. Samkvæmt kirkjulögum verður maður, sem fær leyfi til þess að afsala sér prestsembætti, einnig að fá leyfi hjá páfanum til þess að stunda kynlíf. Margir hafa hins vegar gift sig án þess að fá þetta leyfi frá páfanum og vilja fá einhverja útskýringu á stöðu sinnar innan kirkjunnar. Sumir þeirra eru í dag ekkjumenn eða skildir og vilja snúa aftur í pontu.

Afríski erkibiskupinn sem um ræðir er þaulvanur giftingum en hann gifti sig árið 2001 í hópgiftingu hjá kóreskum söfnuði. Giftingin var aldrei viðurkennd af Vatíkaninu en hann skildi við konu sína og sneri aftur í kirkjuna. Hann vill hinsvegar breyta þessum lögum kirkjunnar svo allir þeir sem giftir eru og vilji verða prestar geti það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×