Erlent

Engar viðræður um lausn ísraelska hermannsins

Samningaviðræður um lausn ísraelska hermannsins Gilads Shalits, sem liðsmenn Hamas rændu í júní síðastliðnum hafa legið niðri í tvær vikur að sögn talsmanns Hamas samtakanna. Talsmaðurinn sagði að Ísraelar hefðu hafnað kröfu þeirra.

Ránið á Shalit, og dráp á tveim félögum hans var kveikjan að meiriháttar árás Ísraela á Gaza svæðið. Bardagarnir breiddust út til Líbanons eftir að Hizbolla skæruliðar rændu tveim ísraelskum hermönnum og drápu átta félaga þeirra.

Ísraelar neita að tala við Hamas og Egyptar tóku að sér að miðla málum. Hamas krafðist þess að fjórtán hundruð fangar yrðu látnir lausir úr ísraelskum fangelsum, í skiptum fyrir Shalit. Því höfnuðu Ísraelar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×