Erlent

Móðurkviður rétthærri en frystigeymsla

Írskur dómstóll úrskurðaði í gær að frosnir fósturvísar hefðu ekki sama rétt til lífs og börn sem borin eru í móðurkviði. Kona nokkur höfðaði mál gegn fyrrverandi eiginmanni sínum vegna þess að hún vildi nota fósturvísa sem höfðu orðið til meðan þau voru enn hjón.

Eiginmaðurinn neitaði að gefa sitt samþykki. Málið var höfðað á þeim forsendum að fósturvísar ættu rétt til lífs, samkvæmt stjórnarskránni.

Dómarinn sagði að flestir væru sammála um að frosnir fósturvísar, sem hefðu orðið til vegna ófrjósemisaðgerða ættu að njóta sérstakrar virðingar. Sú grein stjórnarskrárinnar sem fjallaði um rétt hinna ófæddu til lífs, næði þó ekki til þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×