Erlent

Ísraelsk kona lætur lífið í eldflaugaárás

Ættingi konunnar syrgir hana í kvöld.
Ættingi konunnar syrgir hana í kvöld. MYND/AP

Palenstínskir vígamenn skutu eldflaugum frá Gaza svæðinu í dag og urðu ísraelskri konu að bana og særðu tvo í ísraelska landamærabænum Sderot. Ísraelsk yfirvöld segjast ætla að gera allt sem í valdi sínu stendur til þess að ná þeim sem eru ábyrgir.

Þetta var í fyrsta sinn síðan 2005 sem að eldflaugar bana einhverjum í ísraelskum bæ. Ein eldflaugin lenti nærri heimili Varnarmálaráðherra Ísraels en hann var ekki heima þegar atvikið átti sér stað. Vopnaði armur Hamas-samtakanna lýstu ábyrgð á hendur sér og sögðu árásina vera hefndaraðgerð vegna atviksins sem átti sér stað í bænum Beit Hanoun í síðustu viku.

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels sem er á ferðalagi um Bandaríkin um þessar mundir, sagði á fjáröflunarfundi í dag að Ísrael mundi ekki hætta fyrr en þeir hefðu komist fyrir alla hættu og murkað lífið úr þeim sem standa að baki þessum árásum.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×