Fótbolti

McClaren ánægður

NordicPhotos/GettyImages

Steve McClaren sagðist vera ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld þegar enska landsliðið gerði 1-1 jafntefli við Hollendinga í vináttuleik í Amsterdam. Hann sagði sóknarleikinn hafa gengið vel smurt fyrir sig og hrósaði nýliðunum sem fengu tækifæri í kvöld.

"Spilamennskan var nokkuð vel smurð hjá okkur í sókninni og ég er ánægður með frammistöðu leikmanna. Þegar allir verða orðnir heilir, verðum við með mjög gott lið og þetta var rétt skref í undirbúningi okkar fyrir leikinn við Ísraela í mars," sagði McClaren og var sáttur við frammistöðu Andy Johnson og Micah Richards - en sá fyrrnefndi lék nýtt hlutverk hjá liðinu og sá síðarnefndi var að spila sinn fyrsta landsleik.

"Andy gerði það sem fyrir hann var lagt og stóð sig prýðilega. Andy getur spilað út úr stöðu sinni og gerði það vel og ég er sáttur við einstaka framlag hvers og eins leikmanns í liðinu. Richards er að koma inn í landsliðshópinn í fyrsta sinn en hann er þegar orðinn eins og einn af okkar reyndari leikmönnum," sagði McClaren.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×