Fótbolti

Þjóðverjar þurftu að sætta sig við jafntefli

NordicPhotos/GettyImages

Þjóðverjar þurftu í kvöld að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn lægra skrifuðum Kýpurmönnum í D-riðli undankeppni EM. Michael Ballack kom Þjóðverjum yfir á 16. mínútu með marki beint úr aukaspyrnu, en Yiannakis Okkas jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks. Þjóðverjar töpuðu þar með sínum fyrstu stigum í D-riðli og deila toppsætinu með Tékkum, en Írar burstuðu San Marino 5-0 í riðlinum í kvöld þar sem Robbie Keane skoraði þrennu fyrir Íra.

Í E-riðli lögðu Rússar Makedóna 2-0 á útivelli með mörkum frá Bystrov og Arshavin í fyrri hálfleik og Króatar lögðu Ísraela 4-3 á útivelli í æsilegum leik, þar sem Eduardo skoraði þrennu fyrir Króata og Srna eitt - Colautti skoraði tvö fyrir Ísraela og Yossi Benayoun skoraði eitt.

Finnar eru enn í miklu stuði í A-riðli, en liðið lagði Armena 1-0 í kvöld. Í sama riðli unnu Pólverjar góðan 1-0 útisigur á Belgum og Portúgalar náðu forystu gegn Kazakstan eftir aðeins 8. mínútur, en sá leikur hófst klukkan 21.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×