Erlent

Neyðarástand í ríkinu Tsjad í Afríku

Ríkisstjórnin í Tsjad ákvað í dag að banna óskráð skotvopn í landinu til þess að reyna að koma í veg fyrir ofbeldi milli þjóðarbrota í landinu. Lýsti hún yfir neyðarástandi á miðnætti á mánudaginn vegna árása uppreisnarmanna á þorp í austurhluta landsins. Talið er líklegt að alþjóðlegt friðargæslulið verði sent á staðinn ef ástandið heldur áfram að versna.

Talið er að upphaf þessarar öldu ofbeldis og gripdeilda sé að leita í Darfúr-héraði súdan en svo virðist sem uppreisnarmennirnir séu af arabískum uppruna og komi þar að auki úr þeirri átt. Ríkisstjórn Tsjad hefur þó sagt að þeir vilji ekki að landið verði notað til þess að koma alþjóðlegum herafla bakdyrameginn inn í Súdan.

Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna hefur sagt að ástandið sé hættulegt og að nauðsynlegt sé að alþjóðlegt friðargæslulið verði sent þangað til þess að vernda almenna borgara. Óttast þeir að suð-austurhluti Tsjad eigi eftir að verða stríðssvæði ef ekkert verði að gert.

Uppreisnarmennirnir hafa tekið yfir að minnsta kosti 20 þorp og eru flóttmenn útaf þessu orðnir allt að 68.000, sem bætast við þá 200.000 sem eru í Tsjad vegna ástandsins í Darfúr í Súdan. Í Tsjad og Súdan er rík hefð fyrir því að bera vopn og ekki er óalgengt að sjá vopnað fólk á götum úti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×