Erlent

Öryggi á frönskum flugvöllum ábótavant

Stéttarfélag flugvallarstarfsmanna í París sýndi í dag sviðsettar myndir af manni smygla leirklumpi um borð í flugvél. Myndin á að sýna fram á hversu einfalt sé fyrir hryðjuverkamenn að koma plastsprengiefnum um borð í flugvélar. Myndin var tekin um nótt á Charles de Gaulle flugvellinum.

Myndin var gerð í kjölfar ákvörðunar franskra flugmálayfirvalda um að svipta sjö múslimska flugvallarstarfsmenn öryggisheimildum sínum. Segja menn núna að hver sem er geti komið sprengiefnum inn á "örugg svæði" á flugvellinum og því sé hlægilegt að afturkalla öryggisheimild starfsmannanna.

Mál þetta hefur þótt sérstaklega viðkvæmt í ljósi vandræða í frönskum innflytjendamálum en mikil spenna hefur ríkt í samskiptum við múslima í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×