Erlent

Annar frambjóðenda hafnar kosningatölum í Kongó

Hermenn, hlynntir Jean-Pierre Bemba, taka sér stöðu fyrir utan höfuðstöðvar hans í Kinshasa á laugardaginn var.
Hermenn, hlynntir Jean-Pierre Bemba, taka sér stöðu fyrir utan höfuðstöðvar hans í Kinshasa á laugardaginn var. MYND/AP

Jean-Pierre Bemba, forsetaframbjóðandi í Kongó, hefur hafnað úrslitum úr lokaumferð forsetakosninganna þar í landi sem gefa í skyn að Joseph Kabila, núverandi forseti landsins hafi unnið hana. Öruggt er talið að spenna í höfuðborg Kongó, Kinshasa, eigi eftir að aukast í kjölfarið en 4 létust í byssubardögum á milli stuðningsmanna forseta frambjóðendanna á laugardaginn var.

Alls eru um 17.500 friðargæsluliðar í Kongó, en það er stærsta friðargæslulið í heiminum, til þess að reyna að koma í veg fyrir að ofbeldi blossi upp á ný eftir forsetakosningarnar, sem áttu að binda endi á einhverjar mestu stríðshremmingar í Afríku.

Bráðabirgðaúrslit hafa litið dagsins ljós í 159 af 169 kjördæmum og samkvæmt þeim er Kabila með um 59.2% atkvæða en Bemba með 40.8%. Bemba er sjálfur með lið sem fer á kjörstaði og safnar úrslitum og segir að samkvæmt þeim sé hann með forskot á Kabila og hafi um 52.5% atkvæða. Bemba hefur ennfremur sagt að ef hann haldi að um svik hafi verið að ræða muni hann ekki þurfa að standa við það loforð sitt að hlýta úrslitum kosninganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×