Innlent

Gekk ítrekað í skrokk á barnsmóður sinni

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. MYND/Vísir

Karlmaður á fertugsaldri var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í sjö mánaða fangelsi, þar af fimm mánuði skilorðsbundið, fyrir líkamsárásir á fyrrum sambýliskonu sína og barnsmóður. Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir húsbrot, brot á nálgunarbanni og fíkniefnalagabrot. Hann var sýknaður af vopnalagabroti.

Í dómnum segir að ákærði hafi ítrekað gengið í skrokk á fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður. Sum brotanna voru framin innan veggja heimilis hennar og í návist barna þeirra. Maðurinn linnti ekki látum eftir sett var á hann nálgunarbann og braut gegn banninu. Dómurinn telur brotin alvarleg en með þeim hafi maðurinn valdið fórnarlambinu líkamlegu og andlegu tjóni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×