Erlent

Tugir teknir vegna lóðabrasks á sólarströndum Spánar

Tugir embættismanna hafa verið handteknir fyrir lóðabrask á Miðjarðarhafsströnd Spánar, þar sem fjölmargir Íslendingar eiga hús. Meðal hinna handteknu eru borgarstjórar og borgarfulltrúar sem eru grunaðir um mútuþægni.

Útlendingar hafa keypt býsnin öll af húsum á Spáni undanfarin tíu ár. Á síðasta ári voru byggð fleiri hús á Spáni en í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi samanlagt. Lóðir á Spáni, sérstaklega við ströndina, verða því sífellt eftirsóttari.

Hinir handteknu eru grunaðir um að hafa þegið fé af byggingaverktökum fyrir að úthluta þeim góðum lóðum. Í því sambandi er talað um 210 milljarða króna á Costa del Sol einni saman. Borgarstjóri þess bæjar situr nú í fangelsi, sem og borgarstjórinn í Marbella.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×