Íbúar við Höfðatorg mótmæla skipulagi 13. nóvember 2006 17:20 Sól og skjól eru einkunnarorð fyrir háreista íbúðabyggð sem fyrirhugað er að rísi við Skúlatúnsreit við Höfða gangi nýtt deiliskipulag eftir. Þrír turnar, 14 til 19 hæða háir, munu hins vegar stuðla að skugga og sólarleysi fyrir lágreista nágrannabyggðina og íbúarnir mótmæla harðlega. Talsmaður íbúa í Túnahverfi við Höfðatorg afhenti í dag fulltrúum borgarstjórnar formleg mótmæli vegna nýs deiliskipulags. Yfir 200 íbúar skrifuðu undir, en þeir eru ósáttir við hærri byggingar en gert var ráð fyrir í fyrra skipulagi, sérstaklega þrjá turna, 14 til 19 hæða háa. Ragnheiður Liljudóttir er talsmaður íbúa í hverfinu. Hún segir nafn fyrirhugaðs kjarna vera kallaðan Sól og Skjól, og það muni einmitt veita íbúum þess það, hins vegar muni láreista byggðin í Túnunum falla í skuggann í bókstaflegri merkingu. Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi Samfylkingar deilir áhyggjum íbúa. Hann segir mjög þröngt vera orðið um hús á svæðinu, þarna sé hætta á að verði kulsælt og of langt hafi verið gengið í framkvæmdum. Ragnheiður tekur sem dæmi að á sumarsólstöðum verði skuggi byrjaður að leggjast yfir hverfið um klukkan 16 og taki þar af leiðandi kvöldsól af íbúum. Það muni rýra verðmæti eignanna. Þá telja íbúar aukna umferð sem skapist muni hafa verulega slæm áhrif fyrir hverfið. Íbúasamtök Laugardals boða til fundar um málið klukkan 20 í kvöld í safnaðarheimili Áskirkju. Fréttir Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
Sól og skjól eru einkunnarorð fyrir háreista íbúðabyggð sem fyrirhugað er að rísi við Skúlatúnsreit við Höfða gangi nýtt deiliskipulag eftir. Þrír turnar, 14 til 19 hæða háir, munu hins vegar stuðla að skugga og sólarleysi fyrir lágreista nágrannabyggðina og íbúarnir mótmæla harðlega. Talsmaður íbúa í Túnahverfi við Höfðatorg afhenti í dag fulltrúum borgarstjórnar formleg mótmæli vegna nýs deiliskipulags. Yfir 200 íbúar skrifuðu undir, en þeir eru ósáttir við hærri byggingar en gert var ráð fyrir í fyrra skipulagi, sérstaklega þrjá turna, 14 til 19 hæða háa. Ragnheiður Liljudóttir er talsmaður íbúa í hverfinu. Hún segir nafn fyrirhugaðs kjarna vera kallaðan Sól og Skjól, og það muni einmitt veita íbúum þess það, hins vegar muni láreista byggðin í Túnunum falla í skuggann í bókstaflegri merkingu. Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi Samfylkingar deilir áhyggjum íbúa. Hann segir mjög þröngt vera orðið um hús á svæðinu, þarna sé hætta á að verði kulsælt og of langt hafi verið gengið í framkvæmdum. Ragnheiður tekur sem dæmi að á sumarsólstöðum verði skuggi byrjaður að leggjast yfir hverfið um klukkan 16 og taki þar af leiðandi kvöldsól af íbúum. Það muni rýra verðmæti eignanna. Þá telja íbúar aukna umferð sem skapist muni hafa verulega slæm áhrif fyrir hverfið. Íbúasamtök Laugardals boða til fundar um málið klukkan 20 í kvöld í safnaðarheimili Áskirkju.
Fréttir Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira