Erlent

Bush fundar með íraksnefndinni um leiðir til friðar

MYND/Reuter

George Bush, forseti Bandaríkjanna, átti í dag fund með formönnum nefndar sem skipuð var til þess að leita leiða til að koma á friði í Írak. Nefndin var raunar skipuð fyrir sigur Demokrata í þingkosningunum í síðustu viku. Hún stefnir að því að skila skýrslu sinni til forsetans og þingsins, í næsta mánuði.

Formenn nefndarinnar eru annars vegar James Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann er republikani og á náið samband við Bush fjölskylduna. Hinn formaðurinn er Lee Hamiltaon, fyrrverandi þingmaður demókrata.

Eitt af því sem nefndin er sögð hafa skoðað er hvort rétt væri að taka upp samband við Íran og Sýrland, sem Bush stjórnin hefur sakað um að ýta undir átökin í Írak. Demokratar hafa kallað eftir alþjóðlegri ráðstefnu um Írak, þar sem fyrrnefnd lönd væru meðal þáttakenda, og auk þess Tyrkland, Saudi-Arabía, Jórdanía og Egyptaland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×