Erlent

Rumsfeld hugsanlega sóttur til saka vegna fangelsanna í Abu Ghraib og Guantanamo

Donald Rumsfeld. Fyrst er honum kennt um tap repúblikana í þingkosningunum og síðan er hugsanlegt að hann verði sóttur til saka fyrir framferði bandarískra hermanna.
Donald Rumsfeld. Fyrst er honum kennt um tap repúblikana í þingkosningunum og síðan er hugsanlegt að hann verði sóttur til saka fyrir framferði bandarískra hermanna. MYND/AP

Bandarísk samtök sem berjast fyrir stjórnarskrárbundnum réttindum fólks ætla sér að höfða mál gegn Donald Rumsfeld, fyrrum landvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, vegna meðferðar á föngum fangelsunum í Abu Ghraib og Guantanamo. Málin verða sótt í Þýskalandi.

Stofnunin er að reyna að refsa Rumsfeld fyrir að hafa pyntað og haldið föngum um óákveðin tíma án þess að hafa fyrir því lagalega heimild. Hún reyndi sama leik árið 2004 en þýskir saksóknarar létu málið niður falla.

Reikna talsmenn stofnunarinnar með því að leggja málið fram á þriðjudag. Allir þýskir ríkisborgarar geta lagt fram slíka málsókn þar sem þýsk löggjöf heimilar slíkt en saksóknarar ákveða hvort að málið verður tekið upp fyrir rétti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×