Viðskipti innlent

Heildarútlán Íbúðalánsjóðs jukust um 82 prósent

Íbúðalánasjóður.
Íbúðalánasjóður.

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu 6,2 milljörðum króna í október sem er 82 prósenta aukning á milli mánaða, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu sjóðsins. Aukningin skýrist að hluta til vegna umtalsverðra aukningu í leiguíbúðalánum sem námu 2,2 milljörðum króna í mánuðinum. Almenn útlán sjóðsins námu um 4,0 milljörðum króna í október sem er tæplega 23 prósenta aukning frá fyrra mánuði.

Íbúðalánasjóður hefur alls lánað tæplega 40 milljarða krónur á árinu en áætlanir hans gera ráð fyrir heildarútlánum á bilinu 43-49 milljarðar króna í árslok.

<a href="http://news.icex.is/newsservice/MMIcexNSWeb.dll/newspagepf?language=is&pagetype=&primarylanguagecode=is&newsnumber=35992">Mánaðarskýrsla Íbúðalánasjóðs</a> 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×