George Allen, öldungadeildarþingmaður repúblikana í Virgínufylki viðurkenndi rétt í þessu ósigur sinn í kosningunum sem fram fóru þann 7. nóvember síðastliðinn.
Ekki munaði nema um 9.000 atkvæðum á honum og mótframbjóðanda hans, demókratanum Jim Webb, en eftir að þessi úrslit urðu ljós er klárt mál að demókratar hafi náð stjórn í öldungadeild bandaríska þingsins. Alls voru atkvæðin um 2.4 milljónir og því er ljóst að gríðarlega mjótt var á munum.