Stórleikur Oberto tryggði San Antonio sigur 9. nóvember 2006 14:53 Brent Barry fagnar hér félaga sínum Fabricio Oberto hjá San Antonio í nótt eftir að liðið tryggði sér nauman sigur á Phoenix í framlengingu NordicPhotos/GettyImages Argentínumaðurinn Fabricio Oberto átti stórleik í nótt þegar San Antonio lagði Phoenix 111-106 eftir framlengdan leik í San Antonio. Oberto skoraði 22 stig, hirti 10 fráköst og hitti úr öllum 11 skotum sínum í leiknum. Dallas er enn án sigurs eftir tap gegn LA Clippers. Tony Parker var stigahæstur hjá San Antonio í sigrinum á Phoenix og skoraði 29 stig, Tim Duncan skoraði 26 stig og hirti 14 fráköst, en það var fyrst og fremst stórleikur Argentínumannsins sem tryggði heimamönnum sigur. Raja Bell skoraði 20 stig fyrir Phoenix og Steve Nash var með 20 stig og 11 stoðsendingar. Amare Stoudemire skoraði 16 stig á aðeins 15 mínútum í sínum fyrsta leik í byrjunarliði, en lenti strax í villuvandræðum. Dallas, sem fór alla leið í úrslitin á síðustu leiktíð, tapaði fjórða leik sínum í röð í upphafi leiktíðar í nótt þegar liðið lá fyrir LA Clippers 103-85. Jason Terry skoraði 23 stig fyrir Dallas en Cuttino Mobley var atkvæðamestur í liði Clippers með 28 stig. Hedo Turkuglu var hetja Orlando þegar flautukarfa hans tryggði liðinu nauman heimasigur á Seattle 88-87. Turkuglu skoraði 18 stig líkt og Jameer Nelson hjá Orlando - en Ray Allen setti 21 stig fyrir Seattle. Gilbert Arenas fór hamförum þegar Washington lagði Indiana 117-91. Arenas skoraði 40 stig fyrir Washington, en Al Harrington skoraði 23 stig fyrir Indiana. Philadelphia tapaði öðrum leik sínum í röð þegar liðið lá gegn Toronto 106-104. Allen Iverson skoraði 35 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Philadelphia en Chris Bosh skoraði 29 stig og hirti 14 fráköst hjá Toronto og tryggði sigurinn með sjaldgæfri þriggja stiga körfu undir lokin. Boston vann fyrsta leik sinn á tímabilinu þegar liðið skellti Charlotte á heimavelli 110-108. Wally Szczerbiak og Paul Pierce skoruðu 35 stig hvor hjá Boston en Emeka Okafor skoraði 28 stig og hirti 18 fráköst hjá Charlotte. Utah tapaði sínum fyrsta leik á leiktíðinni þegar liðið lá 96-89 á útivelli gegn New Jersey. Vince Carter skoraði 30 stig og hirti 8 fráköst þrátt fyrir meiðsli, en Carlos Boozer og Derek Fisher skoruðu 15 hvor fyrir Utah. Houston lagði Milwaukee 97-93 þar sem Tracy McGrady skoraði 32 stig fyrir Houston en Michael Redd skoraði 34 stig fyrir Milwaukee. New York vann ævintýralegan útisigur á Denver 109-107 þar sem Jamal Crawford tryggði New York sigurinn með þristi í lokin og var stigahæstur með 35 stig og 7 stoðsendingar. Carmelo Anthony skoraði 37 stig fyrir Denver sem hefur enn ekki unnið leik og fékk þær fréttir að framherjinn Kenyon Martin þurfi enn í hnéuppskurð og spilar væntanlega ekki mikið meira á tímabilinu. Portland vann sannfærandi sigur á LA Lakers 101-90 þar sem Zach Randolph fór á kostum og skoraði 36 stig og hirti 10 fráköst hjá Portland, en Kobe Bryant skoraði 32 stig fyrir Lakers. Loks vann Sacramento 99-86 sigur á Detroit á heimavelli sínum þar sem Chauncey Billups skoraði 25 stig fyrir Detroit en Kevin Martin var með 30 stig fyrir Sacramento. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Argentínumaðurinn Fabricio Oberto átti stórleik í nótt þegar San Antonio lagði Phoenix 111-106 eftir framlengdan leik í San Antonio. Oberto skoraði 22 stig, hirti 10 fráköst og hitti úr öllum 11 skotum sínum í leiknum. Dallas er enn án sigurs eftir tap gegn LA Clippers. Tony Parker var stigahæstur hjá San Antonio í sigrinum á Phoenix og skoraði 29 stig, Tim Duncan skoraði 26 stig og hirti 14 fráköst, en það var fyrst og fremst stórleikur Argentínumannsins sem tryggði heimamönnum sigur. Raja Bell skoraði 20 stig fyrir Phoenix og Steve Nash var með 20 stig og 11 stoðsendingar. Amare Stoudemire skoraði 16 stig á aðeins 15 mínútum í sínum fyrsta leik í byrjunarliði, en lenti strax í villuvandræðum. Dallas, sem fór alla leið í úrslitin á síðustu leiktíð, tapaði fjórða leik sínum í röð í upphafi leiktíðar í nótt þegar liðið lá fyrir LA Clippers 103-85. Jason Terry skoraði 23 stig fyrir Dallas en Cuttino Mobley var atkvæðamestur í liði Clippers með 28 stig. Hedo Turkuglu var hetja Orlando þegar flautukarfa hans tryggði liðinu nauman heimasigur á Seattle 88-87. Turkuglu skoraði 18 stig líkt og Jameer Nelson hjá Orlando - en Ray Allen setti 21 stig fyrir Seattle. Gilbert Arenas fór hamförum þegar Washington lagði Indiana 117-91. Arenas skoraði 40 stig fyrir Washington, en Al Harrington skoraði 23 stig fyrir Indiana. Philadelphia tapaði öðrum leik sínum í röð þegar liðið lá gegn Toronto 106-104. Allen Iverson skoraði 35 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Philadelphia en Chris Bosh skoraði 29 stig og hirti 14 fráköst hjá Toronto og tryggði sigurinn með sjaldgæfri þriggja stiga körfu undir lokin. Boston vann fyrsta leik sinn á tímabilinu þegar liðið skellti Charlotte á heimavelli 110-108. Wally Szczerbiak og Paul Pierce skoruðu 35 stig hvor hjá Boston en Emeka Okafor skoraði 28 stig og hirti 18 fráköst hjá Charlotte. Utah tapaði sínum fyrsta leik á leiktíðinni þegar liðið lá 96-89 á útivelli gegn New Jersey. Vince Carter skoraði 30 stig og hirti 8 fráköst þrátt fyrir meiðsli, en Carlos Boozer og Derek Fisher skoruðu 15 hvor fyrir Utah. Houston lagði Milwaukee 97-93 þar sem Tracy McGrady skoraði 32 stig fyrir Houston en Michael Redd skoraði 34 stig fyrir Milwaukee. New York vann ævintýralegan útisigur á Denver 109-107 þar sem Jamal Crawford tryggði New York sigurinn með þristi í lokin og var stigahæstur með 35 stig og 7 stoðsendingar. Carmelo Anthony skoraði 37 stig fyrir Denver sem hefur enn ekki unnið leik og fékk þær fréttir að framherjinn Kenyon Martin þurfi enn í hnéuppskurð og spilar væntanlega ekki mikið meira á tímabilinu. Portland vann sannfærandi sigur á LA Lakers 101-90 þar sem Zach Randolph fór á kostum og skoraði 36 stig og hirti 10 fráköst hjá Portland, en Kobe Bryant skoraði 32 stig fyrir Lakers. Loks vann Sacramento 99-86 sigur á Detroit á heimavelli sínum þar sem Chauncey Billups skoraði 25 stig fyrir Detroit en Kevin Martin var með 30 stig fyrir Sacramento.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira