Erlent

Útgöngukannanir ABC og CNN ill tíðindi fyrir Repúblíkana

Útgöngukönnun CNN á kjörstöðum í Bandaríkjunum sýnir að spillingamál eru einna efst í huga kjósenda sem kosningamál í bandarísku þingkosningunum. 42% kjósenda í könnuninni sögðu að spilling í Washington væri málefni sem þeim þætti sérlega mikilvægt. Niðurstaðan staðfestir neikvæðan hug margra kjósenda til stjórnmálamanna eftir tíð hneykslismál í höfuðborginni, en Repúblíkanar hafa verið viðriðnir flest þeirra að undanförnu.

Útgöngukönnun ABC sjónvarpsstöðvarinnar staðfestir síðan mikilvægi tveggja annars leiðarstefja kosninganna núna, neikvæða afstöðu til George Bush, bandaríkjaforseta og Íraksstríðsins. Næstum 60% kjósenda sögðust andsnúnir forsetanum og stríðinu í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×