Dallas enn án sigurs 7. nóvember 2006 14:35 Avery Johnson og Don Nelson voru áður samstarfsfélagar hjá Dallas, en í nótt stýrði gamli refurinn Nelson liði sínu til sigurs á Dallas eftir að Johnson var vikið af velli fyrir að láta dómara heyra það NordicPhotos/GettyImages Lið Dallas Mavericks tapaði í nótt sínum þriðja leik í röð á tímabilinu þegar liðið fékk fyrrum þjálfara sinn Don Nelson og lærisveina hans í Golden State í heimsókn. Utah Jazz skellti Detroit og hefur unnið fjóra fyrstu leiki sína. Don Nelson fékk hlýjar móttökur þegar hann sneri aftur til Dallas í nótt en hann er nú þjálfari Golden State. Fyrir leikinn var fáni til marks um að Dallas vann Vesturdeildina hengdur upp í rjáfur, en það skilaði litlu og Don Nelson og félagar hrósuðu sigri 107-104. Mikill hiti var í mönnum í leiknum og var þeim Jason Terry og Avery Johnson þjálfara Dallas vísað af velli. Golden State skoraði ekki körfu síðustu mínúturnar í leiknum en hafði náð góðri forystu fram að því og náði að hanga á sigri. Nelson stendur í málaferlum gegn Mark Cuban eiganda Dallas og segir félagið skulda sér 6 milljónir dollara. Það breytti því þó ekki að Cuban klappaði kurteisislega fyrir Nelson þegar hann var kynntur fyrir leikinn í gær. Dirk Nowitzki skoraði 26 stig og hirti 11 fráköst fyrir Dallas í gær en Baron Davis skoraði 26 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Golden State. Josh Howard hjá Dallas sneri sig á ökkla í öðrum leikhluta og gat ekki spilað meira fyrir heimamenn. Utah vann fjórða leikinn í röð með því að skella Detroit á heimavelli 103-101. Mehmet Okur skoraði 23 stig, hirti 10 fráköst og varði sniðskot frá Rip Hamilton á lokasekúndunni sem hefði geta jafnað leikinn. Carlos Boozer skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst hjá Utah, en hann var í gær útnefndur leikmaður vikunnar í Vesturdeildinni. Rasheed Wallace var atkvæðamestur í liði Detroit með 25 stig og 12 fráköst, en hann fékk þar að auki sína fjórðu tæknivillu í fjórum leikjum. Orlando lagði Washington á heimavelli 106-103, þar sem varamaðurinn Carlos Arroyo fór á kostum annan leikinn í röð fyrir Orlando og skoraði 23 stig en Antawn Jamison skoraði 29 stig fyrir Washington, sem leiddi lengst af í leiknum. San Antonio lagði New York á útivelli 105-93. Tony Parker skoraði 24 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir San Antonio en Stephon Marbury skoraði 18 stig fyrir New York sem hefur tapað þremur leikjum í röð eftir sigur í fyrsta leik. Chicago burstaði Milwaukee 110-85 í sjónvarpsleiknum á NBA TV. Heimamenn voru í miklu stuði í United Center eftir tvö töp í röð og fór Ben Gordon fyrir Chicago með 37 stigum og 9 stoðsendingum, sem allar komu reyndar í fyrri hálfleik. Luol Deng skoraði 17 stig og hirti 9 fráköst og Andres Nocioni skoraði 17 stig fyrir Chicago. Michael Redd skoraði 30 stig fyrir Milwaukee og Charlie Villanueva skoraði 17 stig og hirti 13 fráköst fyrir Milwaukee. Sacramento lagði Minnesota 93-81 þó liðið væri án Brad Miller sem verður frá í nokkrar vikur vegna meiðsla. Ron Artest var stigahæstur í liði Sacramento með 22 stig, en Mike James setti 23 stig fyrir Minnesota. Loks vann lið LA Clippers þriðja leikinn í röð með sigri á Portland 102-89. Zach Randolph skoraði 35 stig og hirti 13 fráköst fyrir Portland en Corey Maggette skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst fyrir Clippers, Cuttino Mobley 17 stig, Sam Cassell 16 stig og Chris Kaman 15 stig og hirti 9 fráköst. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira
Lið Dallas Mavericks tapaði í nótt sínum þriðja leik í röð á tímabilinu þegar liðið fékk fyrrum þjálfara sinn Don Nelson og lærisveina hans í Golden State í heimsókn. Utah Jazz skellti Detroit og hefur unnið fjóra fyrstu leiki sína. Don Nelson fékk hlýjar móttökur þegar hann sneri aftur til Dallas í nótt en hann er nú þjálfari Golden State. Fyrir leikinn var fáni til marks um að Dallas vann Vesturdeildina hengdur upp í rjáfur, en það skilaði litlu og Don Nelson og félagar hrósuðu sigri 107-104. Mikill hiti var í mönnum í leiknum og var þeim Jason Terry og Avery Johnson þjálfara Dallas vísað af velli. Golden State skoraði ekki körfu síðustu mínúturnar í leiknum en hafði náð góðri forystu fram að því og náði að hanga á sigri. Nelson stendur í málaferlum gegn Mark Cuban eiganda Dallas og segir félagið skulda sér 6 milljónir dollara. Það breytti því þó ekki að Cuban klappaði kurteisislega fyrir Nelson þegar hann var kynntur fyrir leikinn í gær. Dirk Nowitzki skoraði 26 stig og hirti 11 fráköst fyrir Dallas í gær en Baron Davis skoraði 26 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Golden State. Josh Howard hjá Dallas sneri sig á ökkla í öðrum leikhluta og gat ekki spilað meira fyrir heimamenn. Utah vann fjórða leikinn í röð með því að skella Detroit á heimavelli 103-101. Mehmet Okur skoraði 23 stig, hirti 10 fráköst og varði sniðskot frá Rip Hamilton á lokasekúndunni sem hefði geta jafnað leikinn. Carlos Boozer skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst hjá Utah, en hann var í gær útnefndur leikmaður vikunnar í Vesturdeildinni. Rasheed Wallace var atkvæðamestur í liði Detroit með 25 stig og 12 fráköst, en hann fékk þar að auki sína fjórðu tæknivillu í fjórum leikjum. Orlando lagði Washington á heimavelli 106-103, þar sem varamaðurinn Carlos Arroyo fór á kostum annan leikinn í röð fyrir Orlando og skoraði 23 stig en Antawn Jamison skoraði 29 stig fyrir Washington, sem leiddi lengst af í leiknum. San Antonio lagði New York á útivelli 105-93. Tony Parker skoraði 24 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir San Antonio en Stephon Marbury skoraði 18 stig fyrir New York sem hefur tapað þremur leikjum í röð eftir sigur í fyrsta leik. Chicago burstaði Milwaukee 110-85 í sjónvarpsleiknum á NBA TV. Heimamenn voru í miklu stuði í United Center eftir tvö töp í röð og fór Ben Gordon fyrir Chicago með 37 stigum og 9 stoðsendingum, sem allar komu reyndar í fyrri hálfleik. Luol Deng skoraði 17 stig og hirti 9 fráköst og Andres Nocioni skoraði 17 stig fyrir Chicago. Michael Redd skoraði 30 stig fyrir Milwaukee og Charlie Villanueva skoraði 17 stig og hirti 13 fráköst fyrir Milwaukee. Sacramento lagði Minnesota 93-81 þó liðið væri án Brad Miller sem verður frá í nokkrar vikur vegna meiðsla. Ron Artest var stigahæstur í liði Sacramento með 22 stig, en Mike James setti 23 stig fyrir Minnesota. Loks vann lið LA Clippers þriðja leikinn í röð með sigri á Portland 102-89. Zach Randolph skoraði 35 stig og hirti 13 fráköst fyrir Portland en Corey Maggette skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst fyrir Clippers, Cuttino Mobley 17 stig, Sam Cassell 16 stig og Chris Kaman 15 stig og hirti 9 fráköst.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira